Um Ægi & Þjálfarar

Okkar Saga

Ægir Gym er líkamsræktarstöð sem var opnuð 11. september 2017 á Vesturgötu 119 á Akranesi. Stöðin og hefur frá upphafi boðið upp á fjöldann allan af tímum, alla daga vikunnar.
Stöðin er núna staðsett á Hafnarbraut 8, Akranesi.

Okkar markmið er að bjóða upp á æfingar sem allir geta lagað að sinni getu, og æfingaaðstöðu þar sem fólk nýtur þess að æfa í skemmtilegum félagsskap. Við bjóðum upp á æfingu dagsins (e. WOD - workout of the day) ásamt því að vera með ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, active recovery og sérstaka tíma fyrir unglinga og þá sem eldri eru.

OKKAR MARKMIÐ

LEIÐSÖGN

Við hjá Ægi leggjum áherslu á að allir okkar iðkendur fái góða leiðsögn og læri sem mest á hverri æfingu.

ÁRANGUR

Fyrir okkur snýst árangur um að allir finni sér hreyfingu sem þeir hafa gaman að, ýti undir bætta heilsu og líkamlegan styrk.

UPPLIFUN

Stöðin leggur áherslu á að skapa umhverfi þar sem þjálfun er ekki einunig árangursrík, heldur einnig skemmtileg, markviss og aðgengileg fyrir alla.

Þjálfarar

Helgi Arnar Jónsson (eigandi)

25 ára íþróttafræðingur með brennandi áhuga á íþróttum og almennri hreyfingu. Stundaði knattspyrnu upp alla yngstu flokkana og fann svo ástríðuna í lyftingum eftir það. Árið 2018 fór ég á grunnnamskeið í Ægi og hef síðan æft og þjálfað crossfit/lyftingar og keppt í kraftlyftingum samhliða því. 

Helgi@aegirgym.is


Uppáhalds quote: Þeir fiska sem róa 

Gerald Brimir Einarsson (eigandi)

Keppnismaður og þjálfari í ólympískum lyftingum, löggildur einkaþjálfari síðan 2016, crossfit level 1 og level 2 þjálfari. ICoachKids Þjálfaramenntun.

Byrjaði í crossfit 2013 og hef síðan verið meira og minna í ólympískum lyftingum síðan 2018.

Gerald@aegirgym.is

Uppáhalds quote: Þeir Fiska Sem Róa 

Sólrún Sigþórsdóttir

Er í master í kennslu í stærðfræði ofan á B.Ed í grunnskólakennslu. Æfði og þjálfaði sund en byrjaði í crossfit 2017. Tók crossfit level 1 þjálfararéttindi stuttu síðar. Vinn núna sem íþróttakennari í grunnskóla.


Uppahalds quote: Aldrei gefast upp

Daníel Magnússon

2 barna faðir af skaganum sem hefur gaman að því að prófa nýja hluti og reynir að taka lífinu ekki of alvarlega.
Vélvirki og rennismiður, starfa sem liðsstjóri á vélaverkstæði Norðuráls á Grundartanga.
Hef alla tíð verið viðloðinn við hreyfingu af ýmsum toga, allt frá fótbolta og golfi yfir í bootcamp og lyftingar.

Ég hef verið meðlimur í Ægi síðan 2019 en síðla 2023 fór fókusinn meira yfir í að einblína á ólympískar lyftingar með.


Uppáhalds quote: Þegar á móti blæs, gráttu smá og haltu síðan ótrauður áfram.

Svandís Erla Ólafsdóttir

Tveggja barna mamma með brennandi áhuga á öllu sem tengist hreyfingu. Er viðskiptafræðingur að mennt og starfa sem framkvæmdastjóri hjá Apoteki Vesturlands.

Ég skráði mig á grunnnámskeið árið 2019 í Ægi og féll bókstaflega fyrir þessari íþrótt. Það er fátt skemmtilegra en að æfa með góðum hópi af fólki sem hvetur mann áfram. Ég hef verið hluti af frábæra þjálfarateymi Ægis síðan haustið 2019. Þá er ég einnig með IWF Level 2 þjálfararéttindi. 


Uppáhalds quote: Take a deep breath and try again

Viktor Ýmir Elíasson

Fæddur 1991 og hef stundað íþróttir frá því að ég man eftir mér. Ég byrjaði að lyfta þegar ég mátti fara fyrst upp í ræktina á jaðarsbökkum, líklegast 14 ára. Svo byrja ég í Boot camp og prufað líklega allar líkamsræktarstöðvarnar á Akranesi. 

Ég byrjaði að æfa í Ægi 2019 og fer svo að þjálfa þar 2023 með þá IWF level 2 réttindi sem þjálfari og með landsdómararéttindi í Ólympískum lyftingum. 

Einnig er ég með B.Sc gráðu í Hugbúnaðar verkfræði, rafmagnsiðnfræðingur og kennari.


Uppáhalds quote: ja oke

Jón Steinar Guðlaugsson

Skagamaður í húð og hár (eða ekki hár) sem á 2 ketti, er menntaður rafvirki með B.Sc. í rafmagnstæknifræði og masters gráðu í verkefnastjórnun. Ég hafði litla reynslu af því að þjálfa sjálfur áður en ég fór að þjálfa í Ægir, en var búinn að láta þjálfa mig í mörg ár í allskonar íþróttum. Ég byrjaði að æfa crossfit þegar Ægir byrjaði og hef verið hér síðan þá, með stuttum hléum inn á milli vegna meiðsla eða vinnu, svo kom auðvitað covid svo ég æfði lítið þá.


Uppahalds quote: Aint nothing but a peanut

Axel Guðni Sigurðsson

Hef verið að æfa og þjálfa frá því að stöðin opnaði 2017. Keppnismaður í cf og oly. Elska fátt meira en að taka langar erfiðar æfingar.

Uppáhalds quote: Consistency is King, trust the process

Jón Haukur Pálmason

Ég er 30 ára gamall.

Byrjaði 2009 þegar kraftlyftingafélag Akraness var stofnað, for á grunnnámskeið hjá cf Ægi 2018 og hef  verið þar síðan. Byrjaði að þjálfa 2022. 


Uppahalds quote:  Þeir fiska sem róa

HAFA SAMBAND

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.