Hlaupahópur
Við bjóðum upp á vikulega hlaupaæfingu alla miðvikudaga frá 17:00 - 18:00 þar sem hlaupið er í hóp undir leiðsögn þjálfara.
Æfingarnar taka klukkutíma og eru skipulagðar með upphitun, aðalþætti og niðurskokki. Hópurinn fylgist að í gegnum alla æfinguna, en hver og einn fer á sínum hraða, svo allir hlauparar, óháð getu, njóta góðs af æfingunni.
Markmiðið er að allir fái æfingu við hæfi – hvort sem þú ert nýgræðingur eða vanur hlaupari.
Æfingarnar verða fjölbreyttar og staðsetningin uppfærð inná Wodify fyrir hverja viku, þar sem við nýtum okkur mismunandi aðstæður, undirlag og halla.
Þannig getum við einblínt á að þjálfa ólík kerfi líkamans og veitt nýjar áskoranir hverju sinni. Við hvetjum alla, bæði byrjendur og lengra komna, til að mæta og hlaupa með okkur og ná sínum markmiðum í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi.
Þjálfarateymi hlaupahópsins: Róbert Ketilsson Aron Ýmir Pétursson Eva María Jónsdóttir Lilja Kjartansdóttir