Um Námskeiðið
Markmiðið er að bæta alhliða styrk, líkamsmeðvitund og sjálfstraust með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem allir geta tekið þátt í óhað færni. Í upphafi námskeiðsins verða tækniæfingar kenndar með léttum prikum þar sem farið verður yfir rétt hreyfimynstur og styrktaræfingar að mestu með eigin líkamsþyngd. Eftir að krakkarnir hafa náð góðum tökum á hinum ýmsu æfingum munum við svo hægt og rólega færa okkur yfir í einfaldar æfingar með léttum lóðum.
Námskeiðið er hugsað fyrir krakka í 5-7. bekk. Tímarnir eru kenndir á mánudögum og fimmtudögum kl. 15:00 – 16:00.
Verð 59.990 kr


Þjálfarar krakka-fit

Gerald Brimir Einarsson
