Styrktaræfing Gunnars Smára


Gunnar Smári er einn harðduglegasti drengur sem við þekkjum.
Gunnar er um þessar mundir að takast á við erfitt verkefni og er að jafna sig eftir óvænta og mjög erfiða hjartaaðgerð
Lilja kærasta hans, Rakel dóttir þeirra og fjölskyldur standa þétt við bakið á okkar manni og viljum við einnig leggja þeim lið.
Að lenda í svona áfalli tekur mikið á alla hlutaðeigandi og einnig er þetta mikið fjárhagslegt áfall og viljum við reyna að létta undir með þeim.
Hvað er meira viðeigandi og í anda Gunnars heldur en að halda geggjaða styrktaræfingu fyrir þau?
Æfingin verður haldin í Ægir gym Akranesi og Metabolic Borgarnesi kl 10, laugardaginn 13 janúar.
2000 kr er gjaldið fyrir æfinguna og eru þær opnar öllum.
Að sjálfsögðu er tekið á móti frjálsum framlögum óháð því hvort fólk mætir á æfingarnar eða ekki.
Hér eru reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja
Rkn: 0186-15-382257
Kt: 170687-2649


Uppstigningardagur
Sumarkort!