Strákarnir Okkar Sterkir!

Við vorum með 7 keppendur frá Ægi á Jólamóti LSÍ og það hefði ekki getað gengið betur!
Hérna er árangurinn hjá öllum

Stígur Bergmann vann lyftingamaður ÁRSINS undir 15 ára!

Guðjón Gauti sló 3 íslandsmet! Íslandsmet í snörun, Íslandsmet í clean & jerk og Íslandsmet í samanlögðum árangri!

Guðjón Hagalín mætti eftir löng meiðsli á sitt fyrsta mót þar sem hann sló LÍKA íslandsmet í clean & jerk, svo var alvöru barátta á milli nafnanna á að bæta þar enn meira þar sem hann fékk ógilda lyftu í 65kg en hún fór upp! Ótrúlega flottur árangur á fyrsta móti.

Danni okkar fór líka á fyrsta mót og stóð sig fáranlega vel, náði 85kg í snörun og rétt missti 90kg. Svo tók hann 110kg í clean & jerk, fékk ógilda lyftu í 115kg en negldi svo 117kg! Líka ruglað gott, sérstaklega fyrir fyrsta mót!

Ingólfur mætti líka á fyrsta mótið sitt eftir að hafa verið að æfa stíft í langan tíma. Hann negldi 85kg í snörun sem er ótrúlegt!
Svo opnaði kappinn í Íslandsmeti í clean & jerk! negldi það og fékk Íslandsmet á fyrsta móti! á endann negldi hann 123kg í clean sem er nýtt PR fyrir hann en rétt missti cleanið!

Árni mætti líka eftir löööng meiðsli, snaraði 110kg og opnaði í 125kg í clean & jerk. Vegna meiðsla þá hætti hann að jerka en cleanaði 145kg! sem er ótrúleg þyngd. Hann fer að verða pabbi og pabbastyrkurinn fer að kicka þá inn.

Gerald auðvitað mætti með og endaði í 125kg snörun, missti svo 130kg. Hann tók svo 160kg í clean & jerk og fékk ógilda lyftu í 165kg sem hefði verið nýtt íslandsmet